Skipulagsfulltrúar
Skipulagsfulltrúar eru sérhæfðir starfsmenn sveitarfélaga sem annast verkefni á sviði skipulagsmála. Skipulagsfulltrúi getur jafnframt verið byggingarfulltrúi sveitarfélags.
Skipulagsfulltrúar starfa með skipulagsnefndum sveitarfélaga og hafa umsjón með skipulagsgerð á vegum sveitarfélagsins. Þeir hafa jafnframt eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við skipulag og útgefin leyfi.
Sveitarfélög, tvö eða fleiri, geta ráðið sameiginlegan skipulagsfulltrúa.