Fara beint í efnið
Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Mats- og tilkynningarskyldar framkvæmdir

Umhverfismat skal ávallt gert fyrir tilteknar stærri framkvæmdir. Tilkynna ber um aðrar framkvæmdir, sem tilgreindar eru í lögum, þar sem ákveðið er í hverju tilviki hvort framkvæmdin skulið háð umhverfismati.

Framkvæmdaflokkar

Í lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana eru tilgreindir tveir flokkar framkvæmda, A og B. Framkvæmdir í flokki A eru matsskyldar, þ.e. ávallt háðar umhverfismati. Framkvæmdir í flokki B eru tilkynningarskyldar, þ.e. fyrir þær er ákveðið í hverju tilviki hvort framkvæmd skuli háð umhverfismati.

Flokkur A

Flokkur A nær yfir stærri framkvæmdir sem eru líklegar til að hafa mikil umhverfisáhrif. Framkvæmdir í þeim flokki eru matsskyldar.

Dæmi um framkvæmdir í flokki A:

  • orkuver með 10 MW uppsett rafafl eða meira

  • efnistaka sem raskar 25 hektara svæði eða stærra eða efnismagn er 500.000 m3 eða meira.

Málsmeðferð framkvæmda í flokki A hefst með gerð matsáætlunar.

Flokkur B

Flokkur B tekur til framkvæmda sem liggja neðan viðmiðunarmarka í flokki A og fleiri framkvæmda sem kunna að geta haft umtalsverð umhverfisáhrif. Framkvæmdir í þeim flokki eru tilkynningarskyldar til Skipulagsstofnunar. Stofnunin tekur ákvörðun í hverju tilviki, um hvort framkvæmdin skuli háð umhverfismati.

Framkvæmdir í flokki B, sem eru undir viðmiðunarmörkum sem tilgreind eru í viðauka við umhverfismatslögin eru einnig tilkynningaskyldar, ef þær eru fyrirhugaðar á verndarsvæði.

Dæmi um framkvæmdir í flokki B:

  • nýræktun skóga á 200 hektara svæði eða stærra

  • vatnsorkuver með uppsett rafafl upp á 200 kW eða meira (allt að 10 MW).

Málsmeðferð framkvæmda í flokki B hefst með tilkynningu til Skipulagsstofnunar.

Leiðbeiningar

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram