2. júlí 2025
Vindorkuver að Hróðnýjarstöðum, Dalabyggð
Stormorka ehf. hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna umhverfismats 118,8 MW vindorkuvers að Hróðnýjarstöðum, Dalabyggð.
Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg á Skipulagsgátt
Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og veitt umsögn í gegnum Skipulagsgáttina eigi síðar en 28. ágúst 2025.
Vakin er athygli á að Stormorka ehf. stendur fyrir kynningarfundi á umhverfismatsskýrslu þann 21. ágúst 2025 kl. 20:00 í Dalabúð. Allir sem vilja kynna sér fyrirhugaða framkvæmd eru velkomnir.