10. janúar 2025
Allt að 9,9 MW virkjun í Geitdalsá í Múlaþingi
Geitdalsárvirkjun ehf. hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna umhverfismats allt að 9,9 MW virkjunar í Geitdalsá í Múlaþingi.
Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg á Skipulagsgátt.
Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og veitt umsögn í gegnum Skipulagsgáttina eigi síðar en 22. febrúar 2025.
Vakin er athygli á að Geitdalsárvirkjun ehf. mun kynna umhverfismatsskýrsluna á opnu húsi fimmtudaginn 30. janúar milli kl. 16:00 og 19:00 í Samfélagssmiðjunni (gamla Blómabæ), Miðvangi 31, Egilsstöðum. Allir sem vilja kynna sér fyrirhugaða framkvæmd eru velkomnir.