Fara beint í efnið
Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Landupplýsingar

Skipulagsstofnun heldur utan um þróun og innleiðingu stafræns skipulags og landfræðilegra gagnagrunna um hafskipulag og um mat á umhverfisáhrifum, ásamt þróun og rekstri Skipulagsvefsjár.

Í Skipulagsvefsjá er hægt að nálgast gildandi svæðis-, aðal- og deiliskipulag á pdf-formi í gegnum landfræðilega staðsetningu.

Stafrænt aðalskipulag

Stafrænt aðalskipulag felur í sér að aðalskipulagsuppdrættir eru unnir á samræmdan hátt í landupplýsingakerfi.

Þegar sveitarfélög leggja fram aðalskipulagstillögur og samþykkt aðalskipulag til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun þarf að skila gögnum inn á stafrænu formi auk hefðbundinna skipulagsgagna.

Stafrænt aðalskipulag er aðgengilegt til skoðunar og niðurhals á Aðalskipulagssjá. Þar má einnig nálgast greinargerðir og uppdrætti á pdf-formi.

Skipulagsstofnun hefur gefið út gagnalýsingu (pdf) og leiðbeiningar (pdf) um gerð stafræns aðalskipulags til að tryggja samræmd vinnubrögð og styðja við innleiðingu þess, ásamt sniðmáti fyrir stafrænt aðalskipulag.

Stafrænt deiliskipulag

Stafræn gögn skulu unnin samhliða öðrum skipulagsgögnum og fylgja þeim þegar deiliskipulagstillaga er send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar að lokinni auglýsingu.

Stafrænt deiliskipulag mun verða aðgengilegt til skoðunar og niðurhals með svipuðum hætti og stafrænt aðalskipulag er í dag.

Gagnalýsing (pdf) og leiðbeiningar (pdf) hafa verið gefnar út til að upplýsa notendur um innihalda gagnanna og til að aðstoða skipulagsfulltrúa og ráðgjafa við gerð stafræns deiliskipulags.

Vegir í náttúru Íslands

Skrá yfir vegi í náttúru Íslands, aðra en þjóðvegi skal sveitarstjórn vinna samhliða gerð aðalskipulags. Hægt er að vinna að slíkri vegaskrá samhliða gerð svæðisskipulags. Skrá yfir vegi á að setja upp sem stafrænar landupplýsingar. Nánar um skráningu gagna:

Landslagsgerðir og landslagssvæði

Í skýrslunni Landslag á Íslandi (pdf) er sett fram landslagsgreining fyrir Ísland. Skilgreindir eru sjö yfirflokkar landslags og þar undir 27 landslagsgerðir og allt landið flokkað með tilliti til þeirra þar sem 117 landslagssvæði eru kortlögð. Hér má nálgast landupplýsingaþekjur yfir landslagsgerðir og landslagssvæði eins og þau eru skilgreind í skýrslunni:

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram