Fara beint í efnið
Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Stafrænt deiliskipulag

11. desember 2024

Gagnalýsing og leiðbeiningar

Stafrænt DSK_frett_111224

Samkvæmt skipulagslögum á að vinna skipulag á stafrænu formi og skila þannig til Skipulagsstofnunar. Stafrænt skipulag felur í sér að skipulagsuppdrættir eru unnir í landupplýsingakerfi þar sem heimildir skipulagsins og skipulagsskilmálar sem uppdrátturinn endurspeglar eru tengd við afmörkun á uppdrætti.

Ákvæði skipulagslaga um stafrænt aðalskipulag hafa þegar tekið gildi og þann 1. janúar 2025 taka gildi ákvæði um stafrænt deiliskipulag.

Til að tryggja samræmd vinnubrögð og farsæla innleiðingu stafræns skipulags hefur Skipulagsstofnun gefið út gagnalýsingu og leiðbeiningar um gerð stafræns deiliskipulags auk sniðmáts sem nota má í landupplýsingaforritum.

Skipulagsstofnun gerir það síðan aðgengilegt til niðurhals og skoðunar á gagnvirkan hátt í vefsjá. Þannig eykst notagildi gagnanna og hægt verður að skoða þau í samhengi við aðrar landupplýsingar til frekari greiningar og úrvinnslu.

Gagnalýsing (PDF) er eins konar staðall sem lýsir þeim kröfum sem gerðar eru til högunar gagna og upplýsinga í stafrænu deiliskipulagi. Tilgangur hennar er að upplýsa alla notendur um innihald gagna stafræns deiliskipulags.

Leiðbeiningar (PDF) um gerð stafræns deiliskipulags sem eru fyrst og fremst ætlaðar þeim sem koma að gerð deiliskipulags, svo sem skipulagsfulltrúum sveitarfélaga og skipulagsráðgjöfum. Í leiðbeiningum er fjallað um hvað felst í gerð stafræns deiliskipulags og farið ítarlega yfir efni gagnalýsingar sem gott er að hafa til hliðsjónar.

Sniðmát til notkunar í Qgis (.gpkg) og ArcGIS (.gdb).

Stafrænt deiliskipulag mun verða aðgengilegt til skoðunar og niðurhals í vefsjá og vefþjónustum með svipuðum hætti og stafrænt aðalskipulag er í dag. Athygli skal vakin á því að stafrænu gögnin eru viðbót við önnur hefðbundin skipulagsgögn s.s. uppdrætti og greinargerðir sem áfram munu halda gildi sínu.

Athugasemdir og ábendingar má senda á skipulag@skipulag.is.

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram