Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra vegna hótels og íbúða í landi Norður-Nýjabæjar
13. febrúar 2025


Skipulagsstofnun staðfesti, 13. febrúar 2025, breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 11. desember 2024.
Í breytingunni felst stækkun á verslunar- og þjónustusvæði VÞ23 úr 1 ha í 3,8 ha, með heimildum fyrir hótelbyggingu allt að 5.000 m2 á 3 hæðum og allt að 200 gistirúm. Heimilt verður að vera með fasta búsetu starfsfólks í allt að 12 íbúðum. Einnig verður heimilt að reka hreinlega iðnaðarstarfsemi á svæðinu m.a. trésmiðju. Skilgreind er ný 1 ha íbúðarbyggð (ÍB6) fyrir allt að 3 íbúðalóðir og allt að 5 íbúðir.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.