Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Akureyrar vegna Holtahverfis ÍB18
12. febrúar 2025


Skipulagsstofnun staðfesti 12. febrúar 2025 breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 21. janúar 2025.
Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir þéttingu byggðar með allt að 400 íbúðum í blandaðri byggð í einbýlis-, rað- og fjölbýlishúsum, að hámarki 4 hæðir. Einnig er heimilt innan vestari reits ÍB18 að byggja hjúkrunarheimili með allt að 100 hjúkrunarrými auk þjónustu fyrir eldri borgara.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda