Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Akureyrar vegna Holtahverfis ÍB18

12. febrúar 2025

Breyting á aðalskipulagi Akureyrar Holtahverfi ÍB18

Skipulagsstofnun staðfesti 12. febrúar 2025 breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 21. janúar 2025.

Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir þéttingu byggðar með allt að 400 íbúðum í blandaðri byggð í einbýlis-, rað- og fjölbýlishúsum, að hámarki 4 hæðir. Einnig er heimilt innan vestari reits ÍB18 að byggja hjúkrunarheimili með allt að 100 hjúkrunarrými auk þjónustu fyrir eldri borgara.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram