Fundur um stafrænt deiliskipulag
6. febrúar 2025


Upplýsingafundur um stafrænt deiliskipulag fer fram þann 13. febrúar næstkomandi.
Þar verður farið yfir innihald stafrænna deiliskipulagsgagna og hvernig innleiðingu stafræns deiliskipulags verður háttað á komandi mánuðum.
Nánari upplýsingar um dagskrá ásamt skráningu má nálgast undir viðburðinum á vef Skipulagsstofnunar.