Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Breytingar á lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana

13. júní 2025

Breytingar á lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana, sem voru samþykktar á Alþingi þann 22. maí sl. hafa nú tekið gildi með birtingu í A-deild Stjórnartíðinda.

Lög um breytingu á lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021 (samræming við EES-reglur)

Gerðar eru breytingar á a-lið 1. mgr. 2. gr. laganna sem varðar gildissvið þeirra. Þær fela í sér að aðeins tilteknar skipulagsáætlanir eru nú háðar umhverfismati samkvæmt þriðja kafla laganna, í stað allra líkt og áður.

Skilyrði fyrir því að áætlanir séu metnar er að þær marki stefnu fyrir leyfisveitingar til framkvæmda sem tilgreindar eru í 1. viðauka við lögin. Um er að ræða sama orðalag og í eldri lögum, nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana, áður en þau féllu brott með gildistöku nýrra laga nr. 111/2021.

Um umhverfismat skipulagsáætlana, sem falla ekki undir umræddan lið, gilda ákvæði greina 4.4.1 og 5.4.1 í skipulagsreglugerð.

Auk ofangreinds voru gerðar breytingar á töluliðum 3.08 og 3.09 í 1. viðauka laga nr. 111/2021 sem varða stærðarviðmið á tilteknum leiðslum.

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga kl. 9-15.
Föstudaga kl. 9-13.

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram