Fara beint í efnið
Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Deiliskipulag

Deiliskipulag nær til afmarkaðs svæðis sem myndar heildstæða einingu, svo sem hverfis, hverfishluta, götureits eða húsaþyrpingar. Þar eru sett ákvæði um byggingarheimildir, útfærslu bygginga og frágang umhverfis.

Í deiliskipulagi eru settir skilmálar um:

  • Mótun byggðar og umhverfis, svo sem um stærðir, staðsetningu og notkun húsa.

  • Yfirbragð byggðar, svo sem um útfærslu og hönnun bygginga og efnisnotkun.

  • Lóðir og almannarými eins og götur, torg, leiksvæði og almenningsgarða.

Byggingarleyfi og framkvæmdaleyfi skulu vera í samræmi við skipulag. Almenna reglan er að byggingaleyfi skuli byggja á deiliskipulagi, en framkvæmdaleyfi geta í tilteknum tilvikum byggt á aðalskipulagi. Nánari upplýsingar um byggingarleyfi er að finna á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og um framkvæmdaleyfi hér á vefnum.

Hverfisskipulag er einfölduð útfærsla deiliskipulags sem vinna má fyrir byggð hverfi, þar sem ekki stendur til að fara í umfangsmikla uppbyggingu. Í hverfisskipulagi eru ekki gerðar sömu kröfur og í hefðbundnu deiliskipulagi varðandi framsetningu og skilmála. Þar er meira svigrúm til að setja almennar reglur og fyrirmæli um byggingarheimildir, svo sem breytingar og viðbyggingar.

Gerð deiliskipulags

  • Sveitarstjórn ber ábyrgð á gerð deiliskipulags. Skipulagsnefnd sveitarfélags annast gerð deiliskipulags í umboði sveitarstjórnar.

  • Landeigandi eða framkvæmdaraðili getur beðið sveitarstjórn um að gera eða breyta deiliskipulagi á sinn kostnað. Með því að samþykkja tillöguna, gerir sveitarstjórnin deiliskipulagið að sínu og ber ábyrgð á framfylgd þess.

  • Deiliskipulag tekur gildi þegar það hefur verið samþykkt í sveitarstjórn og birt í Stjórnartíðindum.

  • Sveitarfélag greiðir fyrir gerð deiliskipulags, nema ef landeigandi eða framkvæmdaraðili fær leyfi til að gera það á eigin kostnað.

Ferli deiliskipulagsgerðar

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram