Fara beint í efnið
Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Almenningur og hagsmunaaðilar

Eitt markmiða skipulagslaga er að tryggja samráð við almenning við gerð skipulags. Skipulagsákvarðanir varða hagsmuni almennings og geta haft í för með sér miklar breytingar á umhverfinu. Því er mikilvægt að sjónarmið almennings komi fram við gerð skipulags.

Samráð við almenning við gerð skipulags fer eftir viðfangsefni og umfangi vinnunnar hverju sinni.

Skipulagslög tryggja að vinna að skipulagi sé kynnt opinberlega og að almenningi sé gefið tækifæri til að fylgjast með og taka þátt í mótun tillagna um fyrirkomulag byggðar og mótun umhverfis.

Nánar um hvernig þú getur haft áhrif á Skipulag byggðar og mótun umhverfis (pdf).

Á Skipulagsgátt, samráðsgátt um skipulagsmál, mat á umhverfisáhrifum og framkvæmdaleyfi, má finna upplýsingar um mál í vinnslu, gera athugasemdir við mál á kynningartíma og nálgast endanleg gögn og afgreiðslur.

Kynning og samráð við gerð skipulags

Kæruheimild

Þeir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda skipulagsákvörðun geta kært afgreiðslu skipulags til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Það á við sem dæmi landeigendur, nágranna og samstök sem uppfylla tiltekin skilyrði.

Kæranlegar ákvarðanir:

  • Samþykkt deiliskipulags. Kærufrestur er einn mánuður.

  • Veiting framkvæmdaleyfis. Kærufrestur er einn mánuður.

  • Aðalskipulag er ekki hægt að kæra.

Nánari upplýsingar er að finna á vef úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram