Afmælisgjöf til Sólborgar
10. júní 2025
Í tilefni af 30 ára afmæli Sólborgar árið 2024, gaf Samskiptamiðstöð Sólborg sannkallaða táknmálsgjöf en það var hátíðarsögustund.
Sólborg valdi sér sögu en sagan sem varð fyrir valinu var sagan af Trölla litla og skilnaði foreldra hans. Höfundur bókarinnar er Aldís Guðrún Gunnarsdóttir og á hún einnig einkarétt á myndunum sem prýða bókina. Hún gaf okkur góðfúslegt leyfi til að þýða bókina yfir á ÍTM sem og að nota myndirnar. Þökkum við henni kærlega fyrir það. Okkar eini sanni Uldis Ozols þýddi söguna með aðstoð Árnýjar Guðmundsdóttur og Guðni Rósmundsson tók hana upp hér í stúdíói SHH. Uldis heimsótti svo börnin á Sólborg og flutti söguna á ÍTM.
Sagan er geymd á SignWiki og hér er slóðin: Trölli litli og skilnaður foreldra hans - SignWiki
Njótið vel 😊
