Rafræn bókleg bifhjólapróf
23. apríl 2025
Rafræn próftaka í bóklegum prófum fyrir bifhjólaréttindi (AM/A1/A2/A) hófst í dag, 23. apríl. Þar með eru nær öll bókleg ökupróf komin á rafrænt form.

Um er að ræða tvö mismunandi próf, eitt fyrir AM flokk og eitt fyrir A flokka.
Prófin eru sett upp á sambærilegan hátt og önnur rafræn próf. Í stað 30 spurninga með 3 svarmöguleikum eru 50 fullyrðingar sem svarað er rétt/rangt. Hver fullyrðing gefur eitt stig og próftaki þarf að fá 45 stig til að standast prófið.
Ekki er lengur um A og B hluta að ræða heldur er prófið ein heild.
30 fullyrðingar tengjast umferðarmerkjum, forgangi, merkjum lögreglu o.s.frv. en 20 fullyrðingar eru almenns eðlis.
Próf fyrir A-flokka eru í boði á íslensku og ensku, próf fyrir AM flokk er í boði á íslensku.
Með þessu skrefi eru nær öll bókleg ökupróf komin á rafrænt form. Eingöngu próf fyrir dráttarvélaréttindi stendur eftir en það verður fært yfir á rafrænt form á allra næstu vikum.