Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Samgöngustofa Forsíða
Samgöngustofa Forsíða

Samgöngustofa

Drónabannsvæði við gosstöðvarnar á Reykjanesi

31. júlí 2025

Vegna eldgoss og nauðsynlegs neyðar- og rannsóknarflugs hefur Samgöngustofa, að beiðni Almannavarna, bannað allt drónaflug við gosstöðvarnar á Reykjanesi.

Vegna eldgoss og nauðsynlegs neyðar- og rannsóknarflugs hefur Samgöngustofa, að beiðni Almannavarna, bannað allt drónaflug við gosstöðvarnar á Reykjanesi, á svæði (BIR70) sem afmarkast sem 2 sjómílna hringlaga svæði með miðpunkt í eftirfarandi hnitum:

Litla Skógfell (63°54'55"N 022°20'09"W)

Bannið gildir frá yfirborði (SFC) upp í 1500 fet yfir sjávarmáli (AMSL).

Bannið gildir á tímabilinu 1000 til 1600 þann 31. júlí 2025.

Athugið: NOTAM verður gefið út með frekari upplýsingum um bannsvæðið.

Undanþágubeiðnir skal senda til Aðgerðarstjórnar Almannavarna á Suðurnesjum í gegnum netfangið:

almannavarnirsudurnes@logreglan.is