Drónabann í Vaglaskógi
10. júlí 2025
Að beiðni Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra verður drónaflug bannað yfir hátíðarsvæði viðburðarins Vor í Vaglaskógi.

Drónabannið gildir frá kl. 12:00 laugardaginn 26. júlí 2025 til kl. 08:00 sunnudaginn 27. júlí 2025.
Svæðið er merkt með rauðri þekju á kortinu. Allt drónaflug er bannað á svæðinu á þessu tímabili, nema með sérstöku leyfi lögreglustjórans á Norðurlandi Eystra.
Drónabannið er sett á grundvelli d-liðar 3. gr. reglugerðar 1360/2024.