Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Samgöngustofa Forsíða
Samgöngustofa Forsíða

Samgöngustofa

A2 hæfnispróf fyrir drónaflug

18. mars 2025

Næstu A2 hæfnispróf fyrir drónaflug verða haldin 9. apríl hjá Samgöngustofu.

Næstu A2 hæfnispróf fyrir drónaflug verða haldin 9. apríl næstkomandi kl. 09:00 og kl. 10:00 í húsakynnum Samgöngustofu, Ármúla 2, 108 Reykjavík.

Skráning opnar á prof.icetra.is kl 14:00 þriðjudaginn 18. mars og síðasti skráningardagur er 30. mars. Prófgjaldið er 7.210 kr. og greiðist við skráningu.

Vinsamlegst athugið:

  • Til að öðlast A2 réttindi þarf fyrst að hafa lokið A1/A3 hæfnisprófinu.

  • Til undirbúnings fyrir A2 prófið er mælt með yfirferð námsefnis á flydrone.is.

  • Verklegri þjálfun fyrir A2 þarf að vera lokið áður en réttindin eru skráð á skírteinið. Þessa þjálfun er hægt að framkvæma sjálfstætt með því að fylgja leiðbeiningum á flydrone.is.

  • Mælt er með því að skrá sig inn á flydrone.is fyrirfram og ganga úr skugga um að aðgangurinn virki vandræðalaust.

  • Athugið að A2 réttindi eru eingöngu nauðsynleg ef ætlunin er að fljúga C2-merktum dróna í undirflokki A2, þ.e. nálægt fólki í þéttbýli.

    Fyrirspurnir varðandi prófið má senda á netfangið flydrone@samgongustofa.is.