Í fréttaskýringaþættinum Kveik sem sýndur var 15. apríl 2025 komu fram vísbendingar um að aðilar án tilskilinna starfsleyfa í flugi hafi tekið að sér verkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir. Samgöngustofa hvetur einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir sem kaupa flugþjónustu til að ganga úr skugga um að viðkomandi þjónustuaðili hafi öll nauðsynleg leyfi.