Mikil ánægja með viðmót starfsfólks á bráðamóttöku SAk
24. janúar 2025
Fyrstu niðurstöður þjónustukönnunar leiddi í ljós almenna ánægju þeirra sem sóttu þjónustu á bráðamóttökuna
Sjúkrahúsið á Akureyri sendi út þjónustukönnun til notenda bráðamóttökunnar í árslok 2024. Könnunin var send út á 961 aðila og var svarhlutfallið 18,1%.
Fyrstu niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós almenna ánægju þeirra sem sóttu þjónustu þar.
Helstu niðurstöður:
Heildaránægja:
84% þátttakenda lýstu þjónustunni sem mjög eða frekar góðri, en aðeins 9% töldu hana slæma. Meðaleinkunn fyrir heildaránægju var 4,2 af 5.
Viðmót starfsfólks:
90% þátttakenda voru ánægðir með viðmót starfsfólks. Meðaleinkunn fyrir viðmót var 4,5 af 5.
Áreiðanleiki upplýsinga:
79% svarenda sögðu upplýsingar bráðamóttökunnar vera áreiðanlegar en 13% töldu upplýsingarnar óáreiðanlegar. Einkunnin var 4,0 af 5.
Hraði þjónustu:
Einungis 61% þátttakenda töldu þjónustuna ganga hratt fyrir sig og 27% lýstu henni sem hægri. Þetta er veikasti þátturinn í könnuninni með einkunnina 3,4 af 5.
Helstu ábendingarnar um það sem betur mætti fara var um biðtíma og skort á samræmdri upplýsingagjöf. Hins vegar var ánægja með viðmót starfsfólks mikil og margir lýstu því sem framúrskarandi.
Niðurstöðurnar staðfesting á gæðum þjónustunnar
„Það er einkar ánægjulegt að sjá jákvæðar niðurstöður sem eru mikilvæg staðfesting á gæðum þjónustunnar. Slíkar kannanir eru okkur afar dýrmætar, þar sem þær gefa okkur tækifæri til að hlusta á upplifun notenda og vinna markvisst að umbótum fyrir enn betri þjónustu,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.