Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða

Sjúkrahúsið á Akureyri

Kærkomin gjöf Hollvina SAk til endurhæfingardeildar

1. júlí 2025

Hollvinir Sjúkrahússins á Akureyr hafa fært SAki enn eina mikilvæga gjöf – að þessu sinni til endurhæfingardeildar SAk.

Markmið Hollvina SAk er að styðja og styrkja starfsemi sjúkrahússins, meðal annars með því að vekja athygli á mikilvægi hennar og standa fyrir fjáröflun í samráði við framkvæmdastjórn. Með þessu framlagi sýna Hollvinir enn á ný hve mikils virði þeirra framlag er.  

Að þessu sinni afhentu Hollvinir: 

  • Þrjá hægindastóla sem nýtast við vax- og hitameðferð í iðjuþjálfun, þar sem slökun og mýking eru mikilvægir þættir í meðferð við t.d. gigtarverkjum og stirðleika. 

  • Tvær spjaldtölvur af flottustu gerð, sem verða notaðar við þjálfun og fræðslu í sjúkra- og iðjuþjálfun. 

  • Ýmiss konar minni þjálfunarbúnað sem gefur kost á að auka fjölbreytni í þjálfun. 

Við hjá SAk erum afar þakklát fyrir þennan mikilvæga stuðning sem nýtist beint í þágu skjólstæðinga okkar og eflir faglega þjónustu á endurhæfingardeildinni.