Heimsóknartímar
Lyflækninga-, skurðlækninga- og geðdeild frá kl. 16-17 og 19-20
Barnadeild: Aðrir en foreldrar og forráðamenn frá kl. 14-20
Gjörgæsludeild eftir samkomulagi
Kristnesspítali frá kl. 16-18
Fæðingadeild: Heimsóknir ekki leyfðar nema í undantekningartilfellum.
Tveir gestir eru leyfðir í hverjum heimsóknartíma nema í undantekningartilfellum og í samráði við starfsfólk deilda.
Gestir með einkenni öndunarfærasýkinga mega ekki koma í heimsókn.

Símatímar
Hægt er að panta tíma eða símaviðtal við lækni hjá læknaritara eða í gegnum skiptiborð.

Inngangar
Aðalinngangur Sjúkrahússins á Akureyri snýr í norður. Kynntu þér vel hvar er besta aðkoman í þínu tilviki.

Minningarkort
Nokkrir styrktarsjóðir styðja við bakið á starfssemi Sjúkrahússins á Akureyri.
Fréttir og tilkynningar
Miðstöð sjúkraflugs: Yfirlýsing vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli
Þann 10. janúar sl. var tilkynnt um verulegar takmarkanir á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Sú takmörkun er fólgin í lokun tveggja flugbrauta í myrkri vegna áhrifa trjágróðurs á aðflugs- og brottflugsfleti umræddra flugbrauta. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þessara takmarkana, enda er óheft aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins.
Fjórir frá SAk í hlutastarf hjá Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri
Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri (HHA) er sameiginlegur vettvangur starfsmanna SAk og HA til eflingar rannsókna í heilbrigðisvísindum.