Fundur ríkissaksóknara Norðurlandanna 2025
5. ágúst 2025
Fundur ríkissaksóknara Norðurlandanna var þetta árið haldinn í Åbo (Turku) í Finnlandi dagana 9.-11. júní.

Á fundinum var m.a. fjallað um refsiverða háttsemi sem framin er á alþjóðlegum hafsvæðum, brot í nánu sambandi (heimilisofbeldi) og brotastarfsemi sem tengist vinnumarkaðnum, þ.m.t. mansal. Á fundinum var einnig undirritað nýtt samkomulag á milli ríkissaksóknara Norðurlandanna varðandi yfirtöku rannsókna og saksóknar.
Á myndinni eru ríkissaksóknarar Norðurlandanna ásamt öðrum þátttakendum fundarins fyrir framan dómkirkjuna í Åbo.