Málþing: Gagnamenning og öryggi persónuupplýsinga í nútímasamfélagi
Vegna mikillar aðsóknar verður málþing Persónuverndar haldið í Kaldalóni í Hörpu í Reykjavík en ekki í Eddu, Árnastofnun eins og upphaflega hafði verið gert ráð fyrir
Þriðjudaginn 28. janúar 2025
Frá klukkan 13 til 16
Staðsetning: Kaldalón í Hörpu í Reykjavík
Aðgangur er ókeypis
Dagskrá
Á dagskrá málþingsins eru fjölbreytt erindi frá innlendum og alþjóðlegum sérfræðingum.
13:00 – Setning og ávarp
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, ávarpar fundargesti. Þá verður flutt ávarp frá Anu Talus, formanni Evrópska persónuverndarráðsins.13:15 – Týnd í völundarhúsi reglna – hvar er útgangurinn og hver er tilgangurinn?
Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á Lex lögmannsstofu, fjallar um áskoranir fyrirtækja og stofnana í reglufylgni og hvernig hægt er að leysa úr flækjum regluverksins.13:45 – Geopolitics, Innovation, and Data Protection as a Force for Good
Eduardo Ustaran, yfirmaður persónuverndar- og netöryggismála hjá Hogan Lovells í London, fjallar um hvernig gervigreind og alþjóðasamvinna geta stutt við gagnavernd og nýsköpun á tímum óvissu í alþjóðastjórnmálum. Erindið verður flutt á ensku.14:15 – Kaffihlé
14:30 - Fyrirbyggjandi netöryggi: Lykilþáttur í öryggi persónuupplýsinga
Guðrún Valdís Jónsdóttir, forstöðumaður ráðgjafasviðs Syndis, ræðir um mikilvægi netöryggis og hagnýtar lausnir til að tryggja öryggi persónuupplýsinga og gagna.15:00 – Grundvallarréttindi og gervigreind – hvernig greinum við lögfræðileg álitaefni?
Dr. Gunnar Þór Pétursson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, skoðar hvernig gervigreind og löggjöf skarast, með áherslu á ný lög ESB um gervigreind (e. AI-Act).15:30 – Spurningar og svör
Gestum gefst tækifæri til að leggja spurningar fyrir fyrirlesara.15:45 – Samantekt og lokaorð
Málþinginu lýkur með samantekt og lokaorðum.
Skráning
Til að áætla fjölda fundarmanna er óskað þess að gestir skrái sig á málþingið.
Málþinginu er lokið.