Ný stjórn Persónuverndar
12. júní 2025
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað fjóra nýja aðalmenn og fjóra nýja varamenn í stjórn Persónuverndar til fimm ára, frá og með 10. júní 2025.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað fjóra nýja aðalmenn og fjóra nýja varamenn í stjórn Persónuverndar til fimm ára, frá og með 10. júní 2025.
Nýr formaður stjórnar er Dóra Sif Tynes, lögmaður og eigandi hjá ADVEL. Hún lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands og meistaraprófi í Evrópurétti og samanburðarlögfræði frá European University Institute í Flórens á Ítalíu árið 2000. Áður hefur hún starfað sem forstöðumaður lagaskrifstofu EFTA í Brussel. Dóra Sif hefur mikla reynslu af málflutningi bæði fyrir EFTA dómstólnum og dómstólum ESB og meðal annars sérhæft sig á sviði persónuverndarréttar.
Stjórnin er þannig skipuð:
Aðalmenn:
Dóra Sif Tynes, lögmaður, formaður, skipuð án tilnefningar til 9. júní 2030
Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, lögfræðingur, varaformaður, skipuð án tilnefningar til 19. febrúar 2028
Thor Aspelund, prófessor, tilnefndur af heilbrigðisráðherra, skipaður til 9. júní 2030
Gunnar Ingi Ágústsson, lögfræðingur, tilnefndur af innviðaráðherra , skipaður til 9. júní 2030
Jónas Sturla Sverrisson, öryggisstjóri, tilnefndur af Skýrslutæknifélagi Íslands, skipaður til 9. júní 2030
Varamenn:
Sigurjón Ingvason, lögfræðingur, skipaður án tilnefningar til 9. júní 2030
Andrés Þorleifsson, lögfræðingur, skipaður án tilnefningar til 9. júní 2030
Guðbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur, tilnefnd af heilbrigðisráðherra, skipuð til 9. júní 2030
Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður, tilnefnd af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, skipuð til 19. desember 2028
Guðrún Valdís Jónsdóttir, öryggisstjóri, tilnefnd af Skýrslutæknifélagi Íslands, skipuð til 9. júní 2030
Stjórn Persónuverndar er skipuð skv. 38. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.