Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Ný stjórn Persónuverndar

12. júní 2025

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað fjóra nýja aðalmenn og fjóra nýja varamenn í stjórn Persónuverndar til fimm ára, frá og með 10. júní 2025.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað fjóra nýja aðalmenn og fjóra nýja varamenn í stjórn Persónuverndar til fimm ára, frá og með 10. júní 2025.

Nýr formaður stjórnar er Dóra Sif Tynes, lögmaður og eigandi hjá ADVEL. Hún lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands og meistaraprófi í Evrópurétti og samanburðarlögfræði frá European University Institute í Flórens á Ítalíu árið 2000. Áður hefur hún starfað sem forstöðumaður lagaskrifstofu EFTA í Brussel. Dóra Sif hefur mikla reynslu af málflutningi bæði fyrir EFTA dómstólnum og dómstólum ESB og meðal annars sérhæft sig á sviði persónuverndarréttar.

Stjórnin er þannig skipuð:

Aðalmenn:

  • Dóra Sif Tynes, lögmaður, formaður, skipuð án tilnefningar til 9. júní 2030

  • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, lögfræðingur, varaformaður, skipuð án tilnefningar til 19. febrúar 2028

  • Thor Aspelund, prófessor, tilnefndur af heilbrigðisráðherra, skipaður til 9. júní 2030

  • Gunnar Ingi Ágústsson, lögfræðingur, tilnefndur af innviðaráðherra , skipaður til 9. júní 2030

  • Jónas Sturla Sverrisson, öryggisstjóri, tilnefndur af Skýrslutæknifélagi Íslands, skipaður til 9. júní 2030

Varamenn:

  • Sigurjón Ingvason, lögfræðingur, skipaður án tilnefningar til 9. júní 2030

  • Andrés Þorleifsson, lögfræðingur, skipaður án tilnefningar til 9. júní 2030

  • Guðbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur, tilnefnd af heilbrigðisráðherra, skipuð til 9. júní 2030

  • Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður, tilnefnd af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, skipuð til 19. desember 2028

  • Guðrún Valdís Jónsdóttir, öryggisstjóri, tilnefnd af Skýrslutæknifélagi Íslands, skipuð til 9. júní 2030

Stjórn Persónuverndar er skipuð skv. 38. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820