Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Google og Apple upplýst um að snjallforritið DeepSeek uppfylli ekki lagakröfur

9. júlí 2025

Tæknifyrirtækjunum Google og Apple í Þýskalandi hefur verið tilkynnt að gervigreindarsmáforritið (e. AI app) DeepSeek uppfylli ekki lagakröfur varðandi flutning persónuupplýsinga yfir landamæri. Fyrirtækin þurfa nú að bregðast við tilkynningunni án tafar og ákveða hvort loka eigi fyrir forritið í Þýskalandi.

Þýsk stjórnvöld hafa tilkynnt tæknifyrirtækjunum Google og Apple í Þýskalandi að gervigreindarsmáforritið (e. AI app) DeepSeek uppfylli ekki lagakröfur varðandi flutning persónuupplýsinga yfir landamæri. Fyrirtækin þurfa nú að bregðast við tilkynningunni án tafar og ákveða hvort loka eigi fyrir forritið í Þýskalandi.

Höfuðstöðvar rekstraraðila smáforritsins eru í Peking, Kína en DeepSeek er smáforrit sem byggir á gervigreind. Fyrirtækið hefur ekki starfstöð í Evrópu en býður upp á þjónustuna í gegnum smáforrit sem eru aðgengileg í Google Play Store og Apple App Store. Á vefsíðu DeepSeek kemur fram að við notkun þjónustunnar sé unnið úr miklu magni persónuupplýsinga, þar á meðal öllum textafærslum, spjallsamskiptum, skjölum sem hlaðið er inn í forritið, staðsetningargögnum og upplýsingum um hvaða tæki er notað. Þessar upplýsingar eru síðan fluttar frá notendum til gagnavinnsluaðila í Kína og geymdar á netþjóni þar.

Vinnsla persónuupplýsinga í tengslum við þjónustu sem er boðin einstaklingum á Evrópska efnahagssvæðinu, óháð staðsetningu höfuðstöðva rekstraraðila, fellur undir gildissvið persónuverndarreglugerðar (ESB) 2016/679. Í persónuverndarreglugerðinni er áskilið að jafnvel við flutning persónuupplýsinga yfir landamæri haldist persónuvernd sem gildir innan Evrópu óskert. Í framkvæmd er það gert með jafngildisákvörðun (e. adequacy decision) þ.e. staðfestingu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að vernd sé fullnægjandi eða með viðbótarverndarráðstöfunum. Þar sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ekki viðurkennt Kína sem land sem veitir fullnægjandi persónuvernd og DeepSeek hefur ekki sýnt fram á að viðeigandi varúðarráðstafanir séu til staðar, telst gagnaflutningurinn ólögmætur.

Sjá nánar fréttatilkynningu.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820