EDPS varpar ljósi á áskoranir við framkvæmd réttar til aðgangs að persónuupplýsingum innan ESB
21. janúar 2025
Evrópski persónuverndarfulltrúinn (EDPS) birti nýlega niðurstöður sem varpa ljósi á áskoranir ESB-stofnana við að tryggja rétt einstaklinga til aðgangs að eigin persónuupplýsingum samkvæmt reglugerð (ESB) 2018/1725.
Evrópski persónuverndarfulltrúinn (EDPS) birti nýlega niðurstöður sem varpa ljósi á áskoranir ESB-stofnana við að tryggja rétt einstaklinga til aðgangs að eigin persónuupplýsingum samkvæmt reglugerð (ESB) 2018/1725. Í skýrslunni eru dregnar fram lykiláskoranir, þar á meðal vandamál tengd staðfestingu á auðkenni og flokkun beiðna. EDPS undirstrikar mikilvægi þess að tryggja að þessi réttur sé virtur í reynd, en einnig að auka meðvitund um leiðbeiningar um hvernig rétturinn skuli útfærður. Niðurstöðurnar munu hafa áhrif á framtíðarstefnu við eftirlit með og framkvæmd réttarins.