Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 6/2025, Íslensk erfðagreining ehf. gegn Persónuvernd
12. nóvember 2025
Þann 5. nóvember síðastliðinn kvað Hæstiréttur Íslands upp dóm í máli Íslenskrar erfðagreiningar ehf. gegn Persónuvernd.

Í dómnum var fallist á ógildingarkröfu Íslenskrar erfðagreiningar ehf. vegna ákvörðunar Persónuverndar frá 23. nóvember 2021. Ákvörðunin laut að vinnslu persónuupplýsinga í aðdraganda rannsóknar sem samþykkt var af Vísindasiðanefnd 7. apríl 2020.
Persónuvernd vinnur að því að greina forsendur dómsins og meta áhrif hans.
