Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
6. maí 2025
Evrópska persónuverndarráðið (EDPB) samþykkti á síðasta fundi sínum álit um drög að ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um jafngildisákvörðun Evrópsku einkaleyfastofnunarinnar (EPO) samkvæmt persónuverndarreglugerðinni. Ef ákvörðunin verður samþykkt, verður hún sú fyrsta sem nær til alþjóðastofnunar, en ekki ríkis eða svæðis.
2. maí 2025
Írska persónuverndarstofnunin (DPC) hefur sektað TikTok um samtals 530 milljónir evra (tæplega 80 milljarða íslenskra króna) og fyrirskipað úrbætur vegna brota á persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Þetta kemur í kjölfar rannsóknar á gagnaflutningum TikTok frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES) til Kína og ófullnægjandi upplýsingagjöf til notenda.
29. apríl 2025
Vegna fjölda áskorana hefur Persónuvernd birt nánari leiðbeiningar um andmæli vegna vinnslu persónuupplýsinga Meta til þjálfunar gervigreindar.
22. apríl 2025
Í lok maí 2025 mun Meta hefja þjálfun gervigreindar með því að nýta færslur, myndir og athugasemdir frá notendum Facebook og Instagram í Evrópu. Þetta nær til alls efnis sem hefur verið gert opinbert á þessum miðlum – bæði nýs efnis og þess sem þegar hefur verið birt. Notendur sem vilja koma í veg fyrir að þeirra gögn séu notuð þurfa að bregðast við sem allra fyrst.
10. apríl 2025
Dómstóll Evrópusambandsins (CJEU) hefur kveðið upp mikilvægan úrskurð um persónuvernd í málinu L.H. gegn heilbrigðisráðuneyti Tékklands. Þar staðfestir dómstóllinn að birting nafna, undirskrifta og samskiptaupplýsinga einstaklinga sem koma fram fyrir hönd lögaðila telst vinnsla persónuupplýsinga samkvæmt persónuverndarreglugerðinni.
3. apríl 2025
Persónuvernd lauk nýverið frumathugunum á vinnslu persónuupplýsinga í upplýsingakerfum sem Arion banki hf., Íslandsbanki hf., Kvika banki hf., Landsbankinn hf. og Reiknistofa bankanna hf. nota til þess að vinna persónuupplýsingar einstaklinga.
Persónuvernd úrskurðaði í máli þar sem kvartað var yfir vinnslu persónuupplýsinga af hálfu vinnuveitanda við starfslok.
2. apríl 2025
Persónuvernd lauk nýverið úttektum á vinnslu persónuupplýsinga í upplýsingakerfunum Völu, sem rekið var af Advania Íslandi ehf., og Karellen, sem rekið er af InfoMentor ehf.
11. mars 2025
Persónuvernd hefur ákveðið að árið 2025 verði lögð áhersla á eftirfarandi málaflokka í starfsemi stofnunarinnar.
7. mars 2025
Evrópudómstóllinn (CJEU) komst að þeirri niðurstöðu að við sjálfvirka ákvarðanatöku, þarf ábyrgðaraðili að veita viðkomandi einstaklingi upplýsingar um ferlið og þær reglur sem raunverulega var beitt við ákvörðunartökuna, samkvæmt almennu persónuverndarreglugerðinni (GDPR).