Þínar upplýsingar, þín réttindi
Hlutverk Persónuverndar er að gæta hagsmuna almennings þannig að mannréttindi séu ekki brotin við meðferð persónuupplýsinga. Persónuvernd sinnir eftirliti með vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.
Þú átt rétt á að fá að vita ef verið er að vinna með persónuupplýsingar um þig.
Meta ætlar að nota persónuupplýsingar af Facebook- og Instagram til að þjálfa gervigreind – þú getur sagt nei
Vegna fjölda áskorana hefur Persónuvernd birt nánari leiðbeiningar um andmæli vegna vinnslu persónuupplýsinga Meta til þjálfunar gervigreindar. Sjá nánar
Fréttir og tilkynningar
EDPB samþykkir álit um Evrópsku einkaleyfastofnunina og framlengingu á jafngildisákvörðun Bretlands
Evrópska persónuverndarráðið (EDPB) samþykkti á síðasta fundi sínum álit um drög að ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um jafngildisákvörðun Evrópsku einkaleyfastofnunarinnar (EPO) samkvæmt persónuverndarreglugerðinni. Ef ákvörðunin verður samþykkt, verður hún sú fyrsta sem nær til alþjóðastofnunar, en ekki ríkis eða svæðis.
TikTok sektað um 530 milljónir evra vegna ólöglegra gagnaflutninga til Kína
Írska persónuverndarstofnunin (DPC) hefur sektað TikTok um samtals 530 milljónir evra (tæplega 80 milljarða íslenskra króna) og fyrirskipað úrbætur vegna brota á persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Þetta kemur í kjölfar rannsóknar á gagnaflutningum TikTok frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES) til Kína og ófullnægjandi upplýsingagjöf til notenda.