Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um sviptingu starfsleyfis

13. júní 2025

Í ljósi umfjöllunar í fjölmiðlum nýverið varðandi nýlega stjórnvaldsákvörðun landlæknis sem fólst í sviptingu starfsleyfis læknis vill embætti landlæknis koma eftirfarandi á framfæri.

Embætti landlæknis ber þá lagalegu skyldu samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 að hafa eftirlit með þeim rekstri heilbrigðisþjónustu sem lögum samkvæmt ber að tilkynna til embættisins áður en starfsemi hefst. Í þeim tilvikum þar sem rekstur heilbrigðisþjónustu hefur ekki hlotið lögbundna staðfestingu landlæknis er embættinu áskipað lögum samkvæmt að bregðast við í samræmi við III. kafla laga um landlækni og lýðheilsu.

Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. sömu laga hefur landlæknir heimild til að krefja heilbrigðisstarfsmenn, heilbrigðisstofnanir og aðra sem veita heilbrigðisþjónustu um upplýsingar og gögn sem hann telur nauðsynleg til að sinna eftirlitshlutverki sínu og er þeim skylt að verða við slíkri kröfu.

Embætti landlæknis vill árétta að umfjöllun, sem birst hefur í fjölmiðlum um framangreinda sviptingu starfsleyfis læknis, hefur enga stoð í þeim lagalegu forsendum sem lagðar voru til grundvallar í nefndu máli.

Embætti landlæknis hyggst ekki tjá sig frekar um umrætt mál, enda er ákvörðun um sviptingu starfsleyfis heilbrigðisstarfsmanns ávallt kæranleg til heilbrigðisráðuneytisins.

Frekari upplýsingar
Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis
kjartan.h.njalsson@landlaeknir.is