Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Þrír af hverjum fjórum hreyfa sig í takt við ráðleggingar – en margir sitja of lengi

23. apríl 2025

Nýtt tölublað Talnabrunns, fréttabréfs landlæknis um heilbrigðisupplýsingar hefur verið gefið út. Greinarhöfundar eru Hildur Guðný Ásgeirsdóttir, Gígja Gunnarsdóttir, Andrea Gerður Dofradóttir og Agnes Gísladóttir.

Nýjar niðurstöður úr könnunum á vegum embættis landlæknis sýna að þrír af hverjum fjórum fullorðnum ná opinberum ráðleggingum um hreyfingu – að lágmarki 150 mínútur af rösklegri eða kröftugri hreyfingu á viku. Ákveðnir hópar, einkum þeir sem búa við skertar fjárhagslegar aðstæður, eiga þó erfiðara með að koma hreyfingu inn í daglegt líf.

Í fyrsta sinn eru nú einnig gefnar út sjálfstæðar ráðleggingar um að takmarka kyrrsetu. Langvarandi seta getur haft neikvæð áhrif á heilsu og niðurstöðurnar sýna að margir sitja stóran hluta dags – sérstaklega yngra fólk og þau sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

Embættið hvetur öll til að hreyfa sig reglulega og brjóta upp kyrrsetu – til dæmis með því að ganga eða hjóla hluta leiðar. Átakið Hjólað í vinnuna, sem hefst 7. maí, er frábært tækifæri til að hefja heilbrigðari lífsstíl á einfaldan og hvetjandi hátt.

Frekari upplýsingar
Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis
kjartan.h.njalsson@landlaeknir.is