Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Öruggt íþrótta- og æskulýðsstarf í sumar

12. júní 2025

Í sumar taka mörg börn þátt í viðburðum og æskulýðsstarfi víða um land. Mikilvægt er að þeir sem koma að því að skipuleggja og framkvæma slíkt starf séu meðvitaðir um ábyrgð sína, þekki einkenni ofbeldis og viti hvert skal leita ef grunur vaknar um að barn hafi orðið fyrir ofbeldi.

Samstarfshópur á vegum Barna- og fjölskyldustofu, embættis landlæknis, Heimili og skóla, Jafnréttisstofu, lögreglunnar, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Neyðarlínunnar, SAFT – Fjölmiðlanefndar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs hefur tekið saman gagnlegt upplýsingabréf.

Í bréfinu má finna:

  • Fræðsluefni gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni

  • Gátlista fyrir ráðningar

  • Leiðbeiningar um öflun upplýsinga úr sakaskrá

  • Samræmda viðbragðsáætlun æskulýðsstarfs

Ef grunur vaknar um brot gegn barni skal ávallt tilkynna til 112, barnaverndar og/eða lögreglu.

Nánari upplýsingar veita:
Kristín Skjaldardóttirsamskiptaradgjafi@samskiptaradgjafi.is
Barna- og fjölskyldustofabofs@bofs.is
Alfa Dröfn Jóhannsdóttiralfa@samband.is