Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Lifrarbólga: Vitneskja er vald

28. júlí 2025

Alþjóðlegur dagur lifrarbólgu 2025

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) vekur athygli á veirulifrarbólgu þann 28. júlí ár hvert. Í ár minnir slagorðið okkur á að mikilvægi þess að skilja viðfangsefnið til að taka á vandanum (á ensku Hepatitis: Let´s Break It Down).

Lifrarbólga er helsta orsök lifrarkrabbameins og vaxandi dánarorsök á heimsvísu

Langvinn veirulifrarbólga veldur 1,3 milljónum dauðsfalla á hverju ári, aðallega af völdum lifrarkrabbameins og skorpulifur. Það eru 3500 dauðsföll á hverjum degi, svipað og vegna berkla. Lifrarbólga B og C fer hljótt en um 6000 manns sýkjast daglega. Þrátt fyrir að hægt sé að koma í veg fyrir og meðhöndla sjúkdóminn heldur sjúkdómsbyrðin áfram að aukast, sérstaklega á svæðum með takmarkaðan aðgang að heilbrigðisþjónustu.

Að vita sína stöðu er fyrsta skrefið til að hindra lifrarkrabbamein

Flestir í heiminum sem lifa með lifrarbólgu vita ekki að þeir eru smitaðir. Snemmgreining er fyrsta skrefið til að fá aðgang að lífsbjargandi meðferð og koma í veg fyrir lifrarkrabbamein. Skimun með rannsókn, sérstaklega fyrir þá sem eru á landlægum svæðum eða í meiri áhættu, er mikilvæg til að binda enda á lifrarbólgu sem lýðheilsuvandamál.

Heimurinn getur í sameiningu komið í veg fyrir 2,8 milljónir dauðsfalla fyrir árið 2030

Endalok lifrarbólgu er innan seilingar. Bóluefni er til, sem og læknandi meðferðir og aðgerðir til að koma í veg fyrir smit. Flest tilfelli greinast of seint. Því þarf að bregðast við núna til að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu og samræma umönnun til að útrýma lifrarbólgu.

Lifrarbólga: Vitneskja er vald

Bólga í lifur af völdum veira getur leitt til alvarlegra sjúkdóma og lifrarkrabbameins. Þar eru best þekktar fimm lifrarbólguveirur: A, B, C, D og E. Þúsundir barna, ungmenna og fullorðinna veikjast árlega vegna bráðra lifrarbólgusýkinga af völdum þessara veira.

Alþjóðasamfélagið hefur sett í forgang að útrýma lifrarbólgusýkingum B og C sem geta leitt til langvinnrar lifrarbólgu sem veldur yfir einni milljón dauðsfalla á ári í heiminum í heiminum af völdum skorpulifrar og lifrarkrabbameins.

Þema alþjóðlegs dags lifrarbólgu árið 2025 kallar á aðgerðir til að takast á við fjárhagslegar, félagslegar og kerfisbundnar hindranir - þar á meðal fordóma - sem standa í vegi fyrir útrýmingu lifrarbólgu og forvörnum gegn lifrarkrabbameini.

Sóttvarnalæknir