Undanfarna mánuði hefur starfshópur sem skipaður var af fyrrum heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórssyni, unnið tillögur að nýrri aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi, fyrir árin 2025 – 2030. Í gær skilaði starfshópurinn tillögu að nýrri aðgerðaáætlun til Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra.