Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Ung- og smábarnavernd

Í ung- og smábarnavernd er lögð áhersla á að fylgjast með líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska barnanna og veita stuðning og fræðslu eftir þörfum hverrar fjölskyldu.

Heimavitjanir
Foreldrum nýfæddra barna er boðið upp á heimavitjanir fyrstu vikurnar og að koma síðan í kjölfarið á heilsugæslustöðina með barnið í skoðanir. Fjöldi vitjana fer eftir þörfum hverrar fjölskyldu. Í heimavitjunum skoðar hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir barnið, metur þroska þess, þyngd og höfuðummál. Foreldrar fá ráðgjöf og fræðslu varðandi ummönnun barnsins og eigin líðan.

Skoðanir á heilsugæslu
Við 6 vikna aldur barnsins er fyrsta skoðun á heilsugæslustöð hjá hjúkrunarfræðingi/ ljósmóður og lækni og við 3ja mánaða aldur hefjast bólusetningar samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis hjá Landlæknisembættinu. Reglulegar skoðanir og þroskamöt eru upp að 4 ára aldri. Foreldrum er ávallt velkomið að hafa samband umfram þessar skipulögðu skoðanir.

Foreldrum er ávallt velkomið að hafa samband umfram þessar skipulögðu skoðanir.

Nánar um ung- og smábarnavernd á vef Heilsuveru

Hafðu samband við þína heilsugæslustöð fyrir upplýsingar um þjónustuna.