Reyndu að leita aðstoðar sem fyrst. Það er best fyrir heilsu þína og mögulega rannsókn á brotinu.
Fyrstu sólarhringirnir eftir að brot er framið, er mjög mikilvægur tími sérstaklega varðandi lífsýnasöfnun ef ákveðið er að kæra brotið síðar.
Gögnin/lífsýnin er þá hægt að nota til að styðja mál fyrir dómi. Með lífsýnum er átt við þau efni úr fólki sem getur veitt líffræðilegar upplýsingar um það
Gögn af staðnum sem atburðurinn átti sér stað og upplýsingar frá vitnum, ef vitni eru til staðar.
Hægt er að leita til heilsugæslu á dagvinnutíma óhað tímalengd frá broti:
til að fá ráðgjöf, stuðning, fræðslu og aðstoð við úrvinnslu
vegna sýnatöku fyrir smitsjúkdómum, kynsjúkdómum, sýkingum, þungun eða öðru slíku
hægt að fá tengingu við réttargæslumann sé þess óskað óháð tímalengd frá broti eða ákvörðun um kæru