Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Samstíga að góðri heilsu - Íbúafundur á Höfn

10. júní 2025

Frétt

Íbúafundur á Höfn í Hornafirði var haldinn þann 10. júní síðastliðinn í samstarfi við sveitarfélagið á Hornafirði með yfirskriftinni Samstíga að góðri heilsu. Markmið fundarins var að byggja upp sameiginlega framtíðarsýn með heilsu og vellíðan að leiðarljósi.  

Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU, stýrði fundinum með kynningu á helstu áskorunum og tækifærum stofnunarinnar. Fjallað var meðal annars um starfsemistölur á Höfn, þjónustukönnun ríkisins sem HSU hefur tekið þátt í frá áramótum, verkefnið ,,Hjartað í HSU", bráðaviðbragð í Öræfum og nýsköpunarverkefni eins og heimaspítali HSU og fjarvöktun með heilbrigðistækni.  

Á fundinum urðu líflegar og uppbyggilegar umræður um heilsulæsi og heilsueflingu, auk þess sem fjallað var um þróun heilsugæslu, skipulag þjónustu og tækifæri til aukinnar nýsköpunar á sviði forvarna.   

Stofnunin þakkar þeim sem sáu sér fært að mæta kærlega fyrir þátttökuna.