Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra, ásamt Ástu Valdimarsdóttur, ráðuneytisstjóra, Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur og Rögnu Sigurðardóttur, alþingismönnum, auk Arnars Þórs Ingólfssonar, starfsmanns þingflokks Samfylkingarinnar, heimsótti Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) þann 24. febrúar. Díana Óskarsdóttir, forstjóri sýndi gestunum hluta af húsnæði HSU á Selfossi og gafst gestunum tækifæri til samtals um starfsemina við fulltrúa starfseininganna.