Um þessar mundir eru 10 ár frá því að blóðskilun hófst á HSU, nánar tiltekið þann 28. nóvember 2014. Byrjað var með tveimur vélum og voru fyrstu skjólstæðingarinir þrír talsins. Síðan þá hefur starfsemin á deildinni vaxið gríðarlega og aldrei komið upp sú staða að enginn skjólstæðingur hafi verið á deildinni þó fjöldi þeirra hafi verið rokkandi, sérstaklega í byrjun starfseminnar. Árið 2015 voru komur sjúklinga í blóðskilun 406 en árið 2023 var fjöldinn kominn upp í 831 og hafa aldrei verið fleiri.