Um Heilbrigðisstofnun Austurlands
Heilbrigðisstofnun Austurlands sinnir heilbrigðisþjónustu á Austurlandi, á alls um 16.200 ferkílómetra svæði allt frá Bakkafirði til Álftafjarðar, frá hálendi til strandar. Íbúafjöldi á Austurlandi er um 11 þúsund manns.
Meginhlutverk er að veita íbúum Austurlands og öðrum er þar dvelja, aðgengilega, samfellda og alhliða heilbrigðisþjónustu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuverndar, sem og almenna sjúkrahúsþjónustu.
Gildi Heilbrigðisstofnunar Austurlands eru: Virðing - Öryggi - Fagmennska
Lögð er rík áhersla á þverfaglegt starf innan stofnunarinnar, undir einkunnarorðunum: Samvinna um velferð. Allt starf miðar að því að eiga samvinnu um velferð.