Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Austurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Austurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Austurlands

Átakið Sofðuvel

26. mars 2025

Heilbrigðisstofnun Austurlands tekur þátt í átakinu Sofðuvel sem er vitundarvakning um svefnlyfjanotkun eldra fólks. Markmið átaksins er að minnka skaða af völdum svefnlyfja og vekja athygli á öruggari langtímalausnum við svefnleysi.

Fræðsluefni átaksins samanstendur af tveimur bæklingum: Hvernig má hætta á svefnlyfjum og Að endurheimta gæðasvefn. Þá má nálgast á heilsugæslustöðvum og í apótekum. Einnig má finna ýmsan fróðleik og nánari upplýsingar um átakið á heimasíðunni sofduvel.is

Öllum er velkomið að leita til heilsugæslustöðva HSA og ræða sína svefnlyfjameðferð.