Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Austurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Austurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Austurlands

Heilbrigðisstofnun Austurlands sinnir heilbrigðisþjónustu á Austurlandi, á alls um 16.200 ferkílómetra svæði allt frá Bakkafirði til Álftafjarðar, frá hálendi til strandar.

Heilsugæsluþjónusta

Tímabókanir hjá heimilislæknum fara fram í gegnum aðalnúmer hverrar starfsstöðvar

Vinsamlegast tilkynnið forföll ef ekki er hægt að nýta bókaðan tíma

Símaviðtöl lækna skal panta hjá móttökuritara á heilsugæslustöð. Læknirinn hringir til þess sem á pantaðan tíma. Þessi þjónusta er fyrst og fremst til að svara stuttorðum fyrirspurnum, veita einfaldar ráðleggingar og gefa upplýsingar um niðurstöður rannsókna.

Vaktþjónusta lækna er ætluð einstaklingum sem þarfnast læknishjálpar samdægurs vegna skyndiveikinda eða sambærilegra atvika. Vaktsími allra starfsstöðva er 1700.

Heilsugæsluþjónusta

Vakt­sími

Lyfja­end­ur­nýjun

Vaktsími

Hjúkrunarfræðingar svara vaktsímanum 1700 allan sólarhringinn, veita ráðgjöf, leiðbeiningar og vísa áfram til lækna eftir þörfum.

Í neyðartilvikum hringið í 112

Lyfjaendurnýjun

Hægt er að endurnýja föst lyf rafrænt í gegnum Heilsuveru eða í síma 470 3020 alla virka daga frá kl. 9 til 10:30.

ATH! Læknar gefa sér 3 daga frá því að lyfjaendurnýjun er móttekin og þar til hún er afgreidd.

Heilsuvera

Heilsuvera

Lyfjaendurnýjanir, samskipti og tímabókanir fara einnig fram í Heilsuveru á slóðinni heilsuvera.is.

Heilsuvera.is