Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála fer með eftirlit með gæðum velferðarþjónustu. Markmiðið er að þjónusta, sem lýtur eftirliti stofnunarinnar, sé traust, örugg og í samræmi við ákvæði laga, reglugerða, reglna, samninga og leiðbeininga.
Fréttir og tilkynningar
Umtalsverður fjöldi einkaaðila sem sinna akstursþjónustu hefur ekki rekstrarleyfi
Frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og eldra fólk á landsvísu leiddi í ljós að umtalsverður fjöldi einkaaðila sem sinna akstursþjónustu var ekki með nauðsynlegt rekstrarleyfi til þess að veita þjónustuna. Sveitarfélög hafa nú verið hvött til þess að gera viðeigandi úrbætur til þess að tryggja að viðkomandi aðilar séu með rekstrarleyfi til þess að veita akstursþjónustuna og hefur hluti þeirra brugðist við nú þegar.
Misræmi í reglum sem sveitarfélög setja um stoð- og stuðningsþjónustu
Niðurstöður frumkvæðisathugunar GEV sýna misræmi í stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga