Mælingar á útfjólublárri geislun í Reykjavík
Mælingar á UV stuðli með Vantage Pro 2 (Davis Instruments, Hayward, CA, Bandaríkjunum) mæli Geislavarna hófust á Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík þann 19. maí 2022. Mæligildi eru birt til fróðleiks og án ábyrgðar.
Mælirinn hleður upp mælingu á 15 mínútna fresti í gegnum WeatherLink þjónustuna (hér má sjá yfirlit mælisins á Weatherlink). Fyrir hvert 15 mínútna mælitímabil verður til hámarksmæling á UV gildi yfir tímabilið. Þegar sól er lágt á lofti yfir háveturinn kemur fyrir að mælirinn skili ekki mæligildum síðla nætur og snemma dags vegna lítillar hleðslu á sólarrafhlöðu mælisins.
Í alþjóðlega UV appinu SunSmart má sjá hvenær þörf er á að nota sólarvarnir yfir daginn, hvar sem maður er í heiminum. Appið sýnir áætlaðan UV stuðul miðað við heiðskírar aðstæður. Gjaldfrjálst er að hlaða niður appinu bæði í App store og Google Play.