Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Geislavarnir ríkisins Forsíða
Geislavarnir ríkisins Forsíða

Geislavarnir ríkisins

Árás Ísraelshers á kjarnorkuinnviði í Íran

13. júní 2025

Ísraelsher gerði árásir á innviði í Íran síðastliðna nótt. Meðal þeirra svæða sem urðu fyrir árás eru Natanz þar sem auðgun úrans fer fram. Natanz er staðsett um 300 km sunnan við höfuðborgina Teheran.

Ekki hefur mælst aukin geislavirkni í kringum Natanz. Ef kæmi til losunar geislavirkra efna yrði dreifing og áhrif mjög staðbundin. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur gefið út yfirlýsingu um stöðu mála í Íran og hægt er að fylgjast með stöðunni á vef IAEA .

Geislavarnir ríkisins halda áfram að fylgjast með stöðunni.  

Mynd fengin frá Wikipedia: File:Atomanlage Natanz (2022).jpg - Wikimedia Commons

Geislavarnir ríkisins

Hafðu samband

Sími: 440 8200

Netfang: gr@gr.is

Afgreiðslan er opin

Alla virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Heim­il­is­fang

Rauðarárstígur 10

105 Reykjavík

Kennitala: 540286-1169