Sívöktun útfjólublárrar geislunar
Nýjustu mælingar á hámarksgildi UV-stuðuls samkvæmt mæli sem er á þaki Geislavarna ríkisins að Rauðarárstíg í Reykjavík.
Fræðsluefni fyrir almenning
Fréttir og tilkynningar
Notkun og fjöldi ljósabekkja á Íslandi - ný gögn
Hlutfall þeirra sem hafa farið í ljós síðustu 12 mánuði á Íslandi er nú 5% og er það einu prósentustigi lægra en í síðustu könnun sem gerð var 2022. Þetta sýna nýlegar niðurstöður könnunar á notkun ljósabekkja á Íslandi sem Gallup gerði fyrir samstarfshóp Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins. Einnig fækkar ljósabekkjum á Íslandi skv. síðastu talningu Geislavarna á fjölda ljósabekkja sem gerð var 2023. Þá var fjöldi ljósabekkja á Íslandi 86 en til samanburðar var fjöldinn 97 árið 2020. Geislavarnir ráða fólki frá því að nota ljósabekki enda fylgir notkun þeirra aukin hætta á húðkrabbameini.
Vöruvaktin er nýr vefur fyrir neytendur um gallaðar eða hættulegar vörur
Vöruvaktin er nýr vefur sem miðlar upplýsingum til neytenda um gallaðar eða hættulegar vörur. Á vefnum má einnig finna almenna fræðslu í tengslum við vöruöryggi auk þess sem almenningur getur sent inn ábendingar um hættulegar eða ólöglegar vörur.