
Nýjast
Allar fréttir og tilkynningar er hægt að sjá neðar á forsíðunni.
Fræðsluefni fyrir almenning
Fréttir og tilkynningar
Drónaárás á Tsjernobyl – Geislun í umhverfinu óbreytt
Á öðrum tímanum í nótt, aðfaranótt 14. febrúar, var skv. yfirvöldum í Úkraínu gerð drónaárás á skýlið sem reist var utan um rústir Tsjernobyl kjarnorkuversins í Úkraínu. Eldur kviknaði í hjúpnum og logaði á um 40 fm. svæði kl. 8 í morgun að staðartíma. Eldurinn hefur síðan verið slökktur. Ekki hefur mælst aukin geislun á svæðinu í kjölfar þessa.
Notkun og fjöldi ljósabekkja á Íslandi - ný gögn
Hlutfall þeirra sem hafa farið í ljós síðustu 12 mánuði á Íslandi er nú 5% og er það einu prósentustigi lægra en í síðustu könnun sem gerð var 2022. Þetta sýna nýlegar niðurstöður könnunar á notkun ljósabekkja á Íslandi sem Gallup gerði fyrir samstarfshóp Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins. Einnig fækkar ljósabekkjum á Íslandi skv. síðastu talningu Geislavarna á fjölda ljósabekkja sem gerð var 2023. Þá var fjöldi ljósabekkja á Íslandi 86 en til samanburðar var fjöldinn 97 árið 2020. Geislavarnir ráða fólki frá því að nota ljósabekki enda fylgir notkun þeirra aukin hætta á húðkrabbameini.