Vel heppnuðu námskeiði fyrir tæknilega úttektaraðila lokið
6. febrúar 2025
Fjögurra daga námskeiði fyrir tæknilega úttektaraðila á vegum ISAC lauk í gær.


Hópmynd af nemendum og kennurum.
Efri röð, frá vinstri: Örn Alexandersson, Erna Sigfúsdóttir, Jón Freyr Sigurðsson, Jón Már Halldórsson, Jón Hjalti Ásmundsson, Gísli M. Grétarsson, Kara A. Magnúsdóttir, Ágúst Jónsson.
Neðri röð, frá vinstri; Bryndís R. Sigurjónsdóttir, Sólveig Ingólfsdóttir, Ólöf Kristjánsdóttir, Bjarni Þórisson, Raied Ghabayen, Sara Jensen, Guðni Jónsson, Kristinn Jóhannesson.
Fjögurra daga námskeiði fyrir tæknilega úttektaraðila á vegum ISAC - Faggildingarsviðs Hugverkastofunnar lauk í gær. Námskeiðið var haldið fyrir utanaðkomandi matsaðila sem stofnunin getur síðar ráðið til að sinna tæknilegum úttektum samkvæmt ISO/IEC 17020:2012 - Samræmismat - Almenn viðmið um rekstur ýmiss konar stofnana sem annast skoðanir.
Þau sem hafa lokið námskeiðinu geta verið ráðin af ISAC sem tæknilegir matsaðilar og/eða matsstjórar fyrir faggildingu. Námskeiðið var tvíþætt, annars vegar kröfur staðalsins og hins vegar aðferðafræði við úttektir á skoðunarstarfsemi. Námskeiðið innihélt meðal annars fyrirlestra, dæmisögur, einstaklings- og hópaverkefni, hlutverkaleiki og umræður. Þátttakendur fá sent skírteini til staðfestingar á þátttöku í námskeiðinu.