ISAC, faggildingarsvið Hugverkastofunnar, er hinn opinberi faggildingaraðili á Íslandi og hefur með höndum allar tegundir faggildinga, bæði þar sem er lagaleg krafa um faggildingu og á sviðum þar sem aðilum er í sjálfsvald sett að láta faggilda starfsemi sína. Faggilding er formleg viðurkenning þar til bærs stjórnvalds á því að aðili (svo sem vottunarstofa, skoðunarstofa) sé hæfur til að vinna tiltekin verkefni varðandi samræmismat (svo sem vottun gæðastjórnunarkerfa, skoðun ökutækja). Samræmismat er ferli sem sýnir fram á hvort sérstakar kröfur í tengslum við vöru, vinnslu, þjónustu, kerfi, einstaklinga eða stofnun hafa verið uppfylltar.
Fréttir
31. mars 2025
Ársskýrsla ISAC 2024
Árlega gefum við út ársskýrslu um starfsemi og stöðu ISAC.
10. mars 2025
Hagræðing í ríkisrekstri - Útvistun eftirlits
Aukin útvistun opinbers eftirlits meðal tillaga hagræðingarhóps ...
24. febrúar 2025
Samstarf ISAC og Swedac
Endurnýjað samstarf milli ISAC og Swedac.