Réttur barna samkvæmt persónuverndarlögum
Öll börn eiga rétt á að einkalíf þeirra sé virt, bæði á heimili þeirra og utan þess. Þessi réttur er tryggður í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, stjórnarskránni og persónuverndarlögunum.
Barnasáttmálinn segir meðal annars að:
börn eiga rétt á að segja sitt álit á öllu sem tengist þeim. Skoðanir barna eiga að vega þungt
börn eiga að njóta verndar gegn ólögmætum afskiptum af heiðri þeirra og mannorði
foreldrar bera meginábyrgð á umönnun og þroska barnsins og þeim ber að gera það sem er barninu fyrir bestu.
Þetta þýðir að börn eiga að vera tekin alvarlega og að foreldrar og aðrir eiga að hlusta á álit þeirra.
Persónuupplýsingar barna njóta sérstakrar verndar þar sem börn eru síður meðvituð um réttindi sín, áhættur og afleiðingar í tengslum við vinnu slíkra upplýsinga.
Foreldrar, forsjáraðilar og aðrir sem annast börn og bera ábyrgð á velferð þeirra ættu að vera meðvitaðir um réttindi þeirra til persónuverndar og virða einkalíf þeirra.
Ábyrgðaraðilar þurfa ávallt að hafa heimild fyrir vinnslu persónuupplýsinga og þeir þurfa að huga að meginreglum persónuverndarlöggjafarinnar í hvívetna við þá vinnslu.
Fræðsluskylda
Foreldrar og börn, eftir því sem við á, eiga rétt á að fá fræðslu um þá vinnslu persónuupplýsinga barna sem fer fram.
Réttur til eyðingar
Réttur til eyðingar er mjög ríkur gagnvart börnum og geta þau átt ríkari rétt en fullorðnir til þess að upplýsingum um þau geti verið eytt, til dæmis af Netinu