Fara beint í efnið

Prentað þann 3. maí 2024

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 8. okt. 2015 – 1. des. 2022 Sjá núgildandi

1126/2014

Reglugerð um skilgreiningu sameiginlegra verkefna, um ákvörðun stjórnunarhátta og um tilgreiningu hvata sem styðja við framkvæmd evrópsku mynsturáætlunarinnar um rekstrarstjórnun flugumferðar.

1. gr. Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er skilgreining sameiginlegra verkefna sem vísað er til í 15. gr. a reglugerðar (ESB) nr. 550/2004 (þjónustureglugerðarinnar), þ.e. verkefna sem styðja við árangursríka framkvæmd evrópsku mynsturáætlunarinnar um rekstrarstjórnun flugumferðar.

2. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um evrópska netið fyrir rekstrarstjórnun flugumferðar.

3. gr. Lögbært yfirvald.

Samgöngustofa telst lögbært yfirvald samkvæmt reglugerð þessari og sér um eftirlit með framkvæmd hennar.

4. gr. Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB), með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð (ESB) nr. 409/2013 frá 3. maí 2013 um skilgreiningu sameiginlegra verkefna, um ákvörðun stjórnunarhátta og um tilgreiningu hvata sem styðja við framkvæmd evrópsku mynsturáætlunarinnar um rekstrarstjórnun flugumferðar, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 28 frá 14. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12 frá 27. febrúar 2014, bls. 198.
  2. Reglugerð (ESB) nr. 716/2014 frá 27. júní 2014 um fyrstu sameiginlegu áætlunina (Pilot Common Project) til stuðnings framkvæmdar á evrópsku mynsturáætluninni um rekstrarstjórnun flugumferðar, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 65/2015 frá 20. mars 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 23. apríl 2015, bls. 302.

5. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 6. mgr. 57. gr. a, 5. mgr. 75. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast gildi 1. janúar 2015.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.