Fara beint í efnið

Prentað þann 30. apríl 2024

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 28. maí 2020 – 27. apríl 2021 Sjá núgildandi
Sýnir breytingar gerðar 28. maí 2020 af rg.nr. 499/2020

1125/2014

Reglugerð um frammistöðukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu og starfsemi neta.

1. gr. Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að koma á frammistöðukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu og starfsemi neta. Frammistöðukerfið skal stuðla að sjálfbærri þróun flugsamgöngukerfisins með því að bæta heildarskilvirkni flugleiðsöguþjónustu á meginsviðum frammistöðu, þ.e. öryggis, umhverfis, afkastagetu og kostnaðarhagkvæmni.

2. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um loftrými Alþjóðaflugmálastofnunarinnar innan Evrópusvæðis (ICAO EUR) og Afríku- og Indlandshafssvæðis (ICAO AFI) þar sem aðildarríki innan Evrópska efnahagssvæðisins eru ábyrg fyrir því að veita flugumferðarþjónustu.

3. gr. Lögbært yfirvald.

Hið lögbæra yfirvald samkvæmt reglugerð þessari er Samgöngustofa sem sér um eftirlit með framkvæmd hennar.

4. gr. Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi héreftirfarandi á landi reglugerðreglugerðir (ESB) nr. 390/2013 frá 3. maí 2013 um frammistöðukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu og starfsemi neta, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 291/2014 frá 12. desember 2014, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8 frá 5. febrúar 2015, bls. 728 með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans.:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 9702019/2014123 frá 1224. septemberjanúar 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 677/20112019 um ítarlegar reglur um framkvæmd í tengslum við starfsemi neta fyrir rekstrarstjórnun flugumferðar og um niðurfellingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 677/2011, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 113317/2019 frá 3013. apríldesember 2015,2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 345 frá 1830. júníjanúar 20152020, bls.

    399.
  2.  Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/317 frá 11. febrúar 2019 um frammistöðu- og gjaldtökukerfi fyrir samevrópska loftrýmið og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 390/2013 og (ESB) nr. 391/2013, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 318/2019 frá 13. desember 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29 frá 7. maí 2020, bls. 1.

5. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 6. mgr. 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast gildi 1. janúar 2015.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.